Skip to main content
Hanna Kristin
Hanna Kristin
R&Þ ráðgjöf

Hanna Kristín Skaftadóttir

Hanna Kristín er doktorskandídat á sviði fjártækni. 


Sem starfandi fagstjóri viðskiptagreindar við hásk´ólann á Bifröst og stundakennari í meistaranámi í viðskiptafræði við Hásk´óla Íslands hefur Hanna Kristín kennt námskeið á sviði gervigreindar, sjálfvirknivæðingar, alþjóða reikningsskila, fjármögnunar, nýsköpunar, fjártækni og gagnadrifinnar ákvörðunartöku. 


Hún hefur einnig haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða um nýsköpun, fjármál og tækni hjá fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og háskólum á alþjóðavísu sem og á Íslandi. 


Hanna Kristín er doktorskandídat og hefur stundað rannsóknar á sviði fjártækni gervigreindar, sjálfvirknivæðingar og viðskiptagreindar.  Hún er hluti af starfshóp COST Fintech/AI innan Evrópusambandsins, er fulltrúi akademíu Norðurlandanna í Nordic Smart Governement & Business verkefninu og hefur áður setið í stjórn Rafmyntaráðs, Stafrænum hóp SVÞ og sinnt ýmsum öðrum stjórnarstörfum. 


Á 20 árum á markaði nýsköpunar, þróunar og fjármála hefur Hanna Kristín meðal annars stofnað 5 fyrirtæki og var á árum áður hluti af stofnendum ráðgjafaþjónustunnar Poppins & Partners. Hún hór störf á fjármálamarkaði hjá Íslandsbanka 2004, fór til Deloitte eftir að hafa lokið meistaranámi í reikningsskilum og endurskoðun 2012 og hóf svo eigin rekstur 2014. 


Undanfarin 8 ár hefur Hanna Kristín starfað sem ráðgjafi til nýsköpunarfyrirtækja og frumkvöðla með styrkumsóknaskrif, skattfrádrætti, fjármögnun, verkefnastjórnun, fjármál og stefnumótun. 


Nánar á Google Scholar

Nánar á Linkedin

Hanna Kristín Skaftadóttir
Hanna Kristín Ráðstefna Gervigreind
Hanna Kristín COST Fintech/AI Albania
Hanna Kristín Kennsla HÍ Gervigreind
Hanna Kristín Ráðstefna Gervigreind Markaðsmál
Hanna Kristín COST Fintech/AI Italy
Hanna Kristín Miklos Vasarhelyi Rutgers University

Reynsla 

15+

Ára reynsla af R&Þ

20+

Ára reynsla í fjármálum

8+

Ára reynsla í háskólakennslu

5x

Stofnað og rekið fyrirtæki

Fáðu sérfræðing í verkefnið

You can edit text on your website by double clicking

Styrkumsóknir