Skip to main content

Hanna Kristín Skaftadóttir

Sem starfandi lektor og fagstjóri viðskiptagreindar við Háskólann á Bifröst og stundakennari í meistaranámi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, hefur Hanna Kristín kennt námskeið á sviði gervigreindar, sjálfvirknivæðingar, alþjóðlegra reikningsskila, fjármögnunar, nýsköpunar, fjártækni og gagnadrifinnar ákvörðunartöku. Hún er einnig hluti af starfshóp COST Fintech/AI innan Evrópusambandsins og fulltrúi akademíu Norðurlandanna í Nordic Smart Government & Business verkefninu.

Með yfir 20 ára reynslu á sviði nýsköpunar, þróunar og fjármála hefur Hanna Kristín meðal annars stofnað fimm fyrirtæki og leitt ráðgjafaþjónustu hjá Poppins & Partners með yfir 150 viðskiptavinum, þar sem sérhæfingin var í nýsköpun, þróun, og fjármögnun. Hún hóf starfsferil sinn hjá Íslandsbanka árið 2004 og fór síðar til Deloitte og KPMG þar sem hún vann við stór verkefni, svo sem úttekt Seðlabanka Íslands, áður en hún hóf eigin rekstur árið 2014.


Hanna Kristín hefur einnig verið aðjunkt við Háskóla Íslands, þar sem hún hefur kennt fjölmörg námskeið á sviði fjármála, sjálfvirknivæðingar og nýsköpunar. Hún hefur kennt námskeið og sinnt rannsóknum á sviði gervigreindar og fjártækni, og hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða um þessi efni bæði á Íslandi og á alþjóðavísu.


Hún hefur stundað rannsóknir á sviði fjártækni, gervigreindar, sjálfvirknivæðingar og viðskiptagreindar, og er virkur þátttakandi í vísindasamfélaginu. Hún hefur tekið þátt í alþjóðlegum verkefnum á borð við BICISEDU og verið virkur þátttakandi í COST verkefnum innan Evrópusambandsins. Hún hefur hlotið styrki, meðal annars KA 220 Erasmus+ styrk og EEA/Norway Grants til stuðnings rannsóknum sínum.


Undanfarin átta ár hefur Hanna Kristín starfað sem ráðgjafi nýsköpunarfyrirtækja og frumkvöðla og sérhæft sig í styrkumsóknaskrifum, skattfrádrætti, fjármögnun, verkefnastjórnun, fjármálum og stefnumótun. Hún hefur verið MIT vottaður VMS mentor og hefur einnig setið í ýmsum stjórnum, þar á meðal í stjórn Rafmyntaráðs og stjórnarmaður hjá Hefring Marine ehf.


Nánar á Google Scholar

Nánar á Linkedin

Hanna Kristín Skaftadóttir
Hanna Kristín Ráðstefna Gervigreind
Hanna Kristín COST Fintech/AI Albania
Hanna Kristín Kennsla HÍ Gervigreind
Hanna Kristín Ráðstefna Gervigreind Markaðsmál
Hanna Kristín COST Fintech/AI Italy
Hanna Kristín Miklos Vasarhelyi Rutgers University

Reynsla 

15+

Ára reynsla af R&Þ

20+

Ára reynsla í fjármálum

8+

Ára reynsla í háskólakennslu

5x

Stofnað og rekið fyrirtæki

Fáðu sérfræðing í verkefnið

Styrkumsóknir