Skip to main content
Hanna Kristin

Nýsköpun fyrir frumkvöðla og fyrirtæki

Markmið okkar er að veita þér og þínu félagi þau tæki og tól sem þarf til að ná árangri. Við styðjum við frumkvöðla og þá sem vinna að nýsköpunarverkefnum, hvort sem þau eru að hefja ferlið eða eru komin lengra. Þjónusta okkar miðar að því að einfalda ferlið, tryggja gæði og árangur, og tryggja þér aðgang að mikilvægri fjármögnun og áætlanagerð.

Skattfrádráttarumsóknir

Skattfrádráttur er mikilvægur þáttur í nýsköpun og getur veitt fyrirtækjum verulegan ábata. Við veitum faglega ráðgjöf við gerð skattfrádráttarumsókna og leiðbeinum þér í gegnum allt ferlið. Með því að fylgja bestu aðferðum getum við hámarkað þann ávinning sem skattfrádráttur getur fært þínu fyrirtæki.

Styrkumsóknaskrif

Tækniþróunarsjóður og íslenskir styrkir: Við bjóðum upp á umfangsmikla reynslu og þekkingu við að skrifa styrkumsóknir í Tækniþróunarsjóð, sem og til annarra íslenskra sjóða sem styðja frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun. Við aðstoðum við að móta umsóknir þannig að þær séu skýrar, vel rökstuddar og líklegar til að ná fram styrkveitingu.


Alþjóðlegir styrkir: Við aðstoðum einnig við styrkumsóknir í alþjóðlega sjóði eins og EIC Accelerator og Eurostars. Þessir sjóðir bjóða frumkvöðlum möguleika á alþjóðlegri fjármögnun og tengslamyndun við lykilaðila í greininni. Markmið okkar er að styrkja frumkvöðla til að ná árangri á alþjóðlegum vettvangi og tryggja að umsóknir uppfylli allar kröfur sem gerðar eru.

Styrkjastefnumótun

Ef þú þarft að móta langtímastefnu fyrir styrki, getum við aðstoðað við að þróa styrkjastefnu sem nýtir sem best þá möguleika sem í boði eru. Við hjálpum við að greina hvaða styrkir henta best fyrir markmið fyrirtækisins og hvernig hægt er að skipuleggja styrkjaumsóknir yfir lengri tíma til að tryggja stöðugan vöxt og þróun.

Verkefnastjórnun

Nýsköpunarverkefni eru flókin og krefjast nákvæmrar áætlunar, skilvirkrar stjórnunar og rétts fjármagns. Við bjóðum upp á aðstoð við verkefnastjórnun þar sem við hjálpum til við að móta verkáætlanir, fylgja eftir framgangi verkefna og tryggja að þau haldist innan tímaramma og fjárhagsáætlana. Með faglegri verkefnastjórnun tryggjum við að nýsköpunarverkefni þitt nái þeim árangri sem stefnt er að.

Annað

Ráðgjöf í tengslum við fjármagnsöflun fyrir nýsköpunarverkefni: Við aðstoðum við að greina fjármögnunarmöguleika og útbúa kynningarefni (e. pitch deck) fyrir fjárfesta.


Greiningar og áætlanagerð fyrir rannsóknar- og þróunarverkefni: Með ítarlegri greiningu hjálpum við til við að móta skýrar og raunhæfar áætlanir fyrir verkefni sem stuðla að vexti og nýsköpun.


Nýsköpun snýst um meira en bara hugmyndir – það snýst um að koma þeim í framkvæmd á skilvirkan og árangursríkan hátt. Við erum hér til að tryggja þér faglega og áreiðanlega aðstoð á öllum stigum nýsköpunarferlisins, frá fyrstu hugmynd til lok framkvæmdar.

Fjárfestakynningar

Við aðstoðum þig við að setja upp árangursríka fjárfestakynningu. Einnig aðstoðum við við gerð viðskiptaáætlana fyrir stærri sem og smærri verkefni. 


Fjárfestakynningar geta skipt öllu máli þegar verið er að kynna nýsköpunarverkefnið. Góð viðskiptaáætlu skiptir einnig miklu máli.